Myndir frá hinum ýmsu opnunarhátíðum vikunnar

Setning Hafnardaga 2012
Setning Hafnardaga 2012
Í aðdraganda Hafnardaga hafa verið undirbúnar sýningar í Þorlákashöfn og tækifærið notað til að opna nýja ferðamiðstöð í Herjólfshúsinu.

Í aðdraganda Hafnardaga hafa verið undirbúnar sýningar í Þorlákashöfn og tækifærið notað til að opna nýja ferðamiðstöð í Herjólfshúsinu. Meðfylgjandi myndir eru teknar við opnun ljósmyndasýningar við Selvogsbraut, en við opnunina mættu börn úr leikskólanum Bergheimum og sungu nokkur lög við mikinn fögnuð áhorfenda. Þá eru myndir frá opnun ferðamiðstöðvar í Herjólfshúsinu en þar var boðið upp á margvíslega viðburði, m.a. dans á bryggjunni og síðan eru myndir frá setningu Hafnardaga og opnun sumarsýningar Bygggðasafns Ölfuss, en af því tilefni komu fram Lúðrasveit Þorlákshafnar og Kyrjukórinn. Sýning Byggðasafnsins er tileinkuð Kristófer Bjarnasyni og Selvoginum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?