Nemendur fá lestrardagbók

Við afhendingu lestrardagbókar 2010
Við afhendingu lestrardagbókar 2010

Í gær heimsótti Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi nemendur í 7. bekk Grunnskóla Þorlákshafnar og færði þeim lestrardagbók að gjöf.

Í annað skipti gáfu útgefendur lestrardagbókar, nemendum í 7. bekk á Suðurlandi eintak af bókinni góðu, en í hana er hægt að skrá þær bækur sem lesnar hafa verið og athugasemdir eða hugleiðingar um þær til að minna sig á. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar og er hún til sölu í flestum almenningsbókasöfnum landsins. Menningarráð Suðurlands styrkti útgáfuna og gerir að verkum að hægt er að gefa nemendum í 7. bekk, sem taka þátt í stóru upplestrarkeppninni eintak af bókinni.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss afhenti nemendum í 7. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar eintak af bókinni. Bókin mun nýtast nemendum í undirbúningi að upplestrarkeppninni og hafa umsjónarkennarar þeirra, þær Magnþóra Kristjánsdóttir og Helga Helgadóttir ákveðið að nýta hana markvisst í skólastarfinu í vetur.

Að útgáfu lestrardagbókarinnar standa Barbara Guðnadóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Elín K. Guðbrandsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir og Hlíf S. Arndal.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?