Niðurstöður kosninga í Ölfusi

Ráðhús Ölfuss 2006
Ráðhús Ölfuss 2006

Kosningar til sveitarstjórna fóru fram síðastliðinn laugardag

Kosningar til sveitarstjórna fóru fram síðastliðinn laugardag.  Í Ölfusi buðu þrír listar fram, D-listi sjálfstæðisflokks, B-listi framfarasinna í Ölfusi og Ö-listi félagshyggjufólks.  Kosningar fóru vel fram samkvæmt Jóni H. Sigurmundssyni, formanni kjörstjórnar.  Kjörsókn var þó ekki nema rétt rúmlega 72%, en hún hefur aldrei verið jafn lítil í þau 15 ár sem Jón hefur verið í kjörstjórn.

Niðurstöður kosninga voru þær að B-listi framfarasinna í Ölfusi fékk meirihluta atkvæða eða 54,8% og fjóra bæjarfulltrúa í stað tveggja í fráfarandi bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn fengu tvo menn kjörna, eins og síðasta og Ö-listi félagshyggjufólks hélt sínum manni.  A-listinn sem myndaði meirihluta með Framsókn á síðasta kjörtímabili, bauð ekki fram nú.

bhg

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?