Ný bæjarstjórn í Ölfusi á ferð um sveitarfélagið 

2010-09-24-001
2010-09-24-001
Ný bæjarstjórn í Ölfusi á ferð um sveitarfélagið

Föstudaginn 24. september sl. fór bæjarstjórnin í heimsókn í nokkur fyrirtæki  í Ölfusinu og kynnti sér starfsemi þeirra.

Bæjarstjórn Ölfuss, hefur verið að heimsækja fyrirtæki og kynna sér starfsemi þeirra í Sveitarfélaginu Ölfusi. Föstudaginn 24. september s.l. fór bæjarstjórnin í heimsókn á nokkra staði. Í dagskránni var fyrirhugað að heimsækja fleiri í þessari ferð en það náðist ekki. Farið var í Garðyrkjuskóla ríkisins, LBHÍ, að Reykjum og rætt við stjórnendur og staðurinn skoðaður. Ferðaþjónustna og veitingarstaðir skoðaðir að Hótel Eldhestum og að Efstalandi. Komið var að Kjarri og garðyrkjustöðin skoðuð. Í Árbænum var komið við í Dýralækningaþjónustu Suðurlands. Þá var urðunarstaður Sorpstöðvar Suðurlands að Kirkjuferjuhjáleigu. Kúabúið að Hvammi var skoðað, sem er eina kúabúið í Ölfusinu sem eftir er. Þá var ekið inn í Ölfusdal að minni Reykjadals og Grændals, þar sem Sunnlensk orka er með í umsögn hjá Orkustofnun rannsóknarleyfi til borunar í Grændal. Ferðinni lauk með heimsókn í Bókasafnið og skoðuð kynning á ferðamálastefnu Ölfuss í "Gallerí undir stiganum"

Ferðin tókst mjög vel og var fróðlegt og skemmtilegt að kynnast starfseminni og skoða möguleikana sem Ölfusið bíður upp á. Ferðaþjónustan hefur verið að eflast í Ölfusinu og einnig hrossaræktun og þjónusta henni tengd. Bæjarstjórnin mun fylgja þessu eftir með fleiri kynnisferðum um Ölfusið á næstunni.


Meðfylgjandi myndir eru teknar;  að LBHÍ að Reykjum í Ölfusi,  á Hótel Eldhestum, í Gróðrarstöðinni að Kjarri, að Efstalandi, í heimsókn í fjósið að Hvammi, Dýralæknaþjónustu Suðurlands að Stuðlum og að skoða Gallerí undir stiganum í Bókasafni Ölfuss.

 .

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?