Ný markaskrá fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar

Kindur
Kindur

Um þessar mundir er verið að safna og skrá mörk, bæði eyrnamörk og frostmörk, í nýja markaskrá fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar sem kemur út í sumar. Allir markaeigendur, þar með í Sveitarfélaginu Ölfusi, fengu send bréf með leiðbeiningum í byrjun desember með skilafresti til 10. janúar. Enn eiga sumir þeirra eftir að skrá mörk sín og bið ég ykkur vinsamlegast að minna á þetta á heimasíðu sveitarfélagsins. Skilafrestur hefur verið framlengdur til  1.febrúar og hafi bréfin tapast er velkomið að hafa samband við mig til að fá upplýsingar um skráninguna, annað hvort í síma 841-1346 eða í   oldyrm@gmail.com

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?