Ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri

Sveitarfélagið Ölfus hefur fengið úthlutað sumarstörfum fyrir námsmenn í tengslum við átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar.  Stuðningur Vinnumálastofnunar miðast við ráðningu í 2 mánuði á tímabilinu 1.júní -31.ágúst nk.

Störfin eru opin öllum þeim sem eru á milli anna eða skólastiga og eru 18 ára á árinu og eldri, óháð kyni.

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir því eftir starfsmönnum í eftirfarandi störf:

Þekkingarsetur Ölfuss - 1 starfsmaður, 100% starf

Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi með menntun eða reynslu í grafískri hönnun og vefsíðugerð.  Starfsmaðurinn mun einnig sinna almennum skrifstofustörfum og verða framkvæmdastjóra innan handar með ýmis störf sem Þekkingarsetrið sinnir.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Elliði Vignisson, ellidi@olfus.is

Vatnsveita Ölfuss - 1 starfsmaður, 100% starf

Við leitum að nema í tæknifræði, verkfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum til að að vinna rekstrarlega stefnumótun fyrir vatnsveituna með áherslu á framtíðar fjárfestingar og sjálfbærni í rekstri.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigmar B Árnason sigmar@olfus.is

Starf við umhverfismál – 1 starfsmaður, 100% starf

Starfið felur í sér vinnu að umhverfismálum, svo sem fegrun og snyrtingu umhverfis, þar á meðal opinna svæða, stofnanalóða og létt viðhald mannvirkja ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Unnið er víðsvegar um sveitarfélagið.  Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Halldórsson david@olfus.is

 

Sumarstörfin eru sköpuð í samvinnu við Vinnumálastofnun og eru hluti af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar um fjölgun sumarstarfa fyrir námsmenn.

Skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla eru eftirfarandi:

  • Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir mánuðir á tímabilinu 1.6 – 31.8 2020.
  • Skilyrði að umsækjendur hafi búsetu í bæjarfélaginu.
  • Umsækjendur þurfa að hafa stundað nám vor 2020 og séu skráðir í nám haust 2020.
  • Námsmenn þurfa að vera 18 ára á árinu eða eldri

Umsóknarfrestur um öll störf er til og með 18. maí n.k. Umsóknir og ferilskrá skal senda á netfangið olfus@olfus.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?