Nýir starfsmenn hjá Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Nýjir starfsmenn

Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings tók til starfa 2. janúar sl.  Undanfarin tvö ár hafa sveitarfélögin; Bláskógarbyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus verið í samstarfi um rekstur velferðarþjónustu og hafa nú aukið það samstarf með því að reka sameiginlega sérfræðiþjónustu fyrir skóla.

Nýir starfsmenn hjá Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings.

 

Þann 2. janúar 2014 tók til starfa Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings.  Sveitarfélögin Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerði, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus hafa undanfarin tvö ár verið í samstarfi um rekstur velferðarþjónustu og hafa nú aukið það samstarf með því að reka sameiginlega sérfræðiþjónustu fyrir skóla. 

Hinni nýju skóla- og velferðarþjónustu er ætlað að vinna á grundvelli heildarsýnar í málefnum einstaklinga og fjölskyldna og að stuðla að sjálfbærni skóla og stofnana aðildarsveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar, fræðslu, forvarnir og þverfaglegt samstarf.

Ráðnir hafa verið þrír starfsmenn sem sinna málefnum skólaþjónustunnar.  Þeir eru:

Hrafnhildur Karlsdóttir, kennsluráðgjafi og teymisstjóri.  Hún er með aðsetur í stjórnsýsluhúsinu á Borg.  Símanúmer er 486-4400 og netfang hrafnhildur@arnesthing.is

Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur, með aðsetur á bæjarskrifstofunni í Hveragerði.  Símanúmer er 483-4000 og netfang hugrun@arnesthing.is

Ólína Þorleifsdóttir, kennsluráðgjafi, með aðstetur í ráðhúsi Sveitarfélagsins Ölfuss.  Símanúmer er 480-3800 og netfang olina@arnesthing.is

 

 

 

   

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?