Nýjar iðnaðarlóðir til úthlutunar við Vesturbakka

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir nýjar iðnaðarlóðir lausar til úthlutunar.

Lóðirnar eru við Vesturbakka í framhaldi af núverandi götu.

Gatnagerð er hafin á svæðinu og er áætlað að henni lokið verði lokið 1.september 2022. Úthlutun lóða fer fram skv. úthlutunarreglum Sveitarfélagsins Ölfuss
Afhending og úthlutun miðast við 15. september 2022.

Umsóknir fara fram í gegnum íbúa- og þjónustugátt sveitarfélagsins á forsíðu eða á www.olfus.ibuagatt.is. Gjald er tekið fyrir hverja umsókn-sjá lið 5.4.14 afgreiðslugjald nefndar í gjaldskrá.

Deiliskipulag svæðisins má sjá á þessari slóð Deiliskipulag vestan Óseyrarbrautar Vesturbakki og greinargerðina má sjá á þessari slóð: Greinargerð atvinnusvæði vestan Óseyrarbrautar

Lóðirnar eru allar leigulóðir og kostnaður af þeim því einungis gatnagerðargjald skv. gjaldskrá og vísitölu. Þjónustugjöld byggingarfulltrúa sem og fyrirtökugjald nefndar, fyrir hverja umsókn, eru skv. gjaldskrá og vísitölu.  Stærð lóðanna er frá 1998 m2-3288 m2

Í kortasjá má skoða lausar lóðir.

Eftirfarandi lóðir eru til úthlutunar:
Vesturbakki 9 
Vesturbakki 10
Vesturbakki 11
Vesturbakki 12
Vesturbakki 13
Vesturbakki 14
Vesturbakki 15
Vesturbakki 17

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?