Nýr bæjarstjóri tekinn til starfa í Ölfusi

Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss
Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss

Bæjarstjóraskipti hafa átt sér stað hjá Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem Ólafur Örn Ólafsson, sem gengt hefur embættinu síðastliðin þrjú ár, lét af störfum í gær af persónulegum ástæðum

Bæjarstjóraskipti hafa átt sér stað hjá Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem Ólafur Örn Ólafsson, sem gengt hefur embættinu síðastliðin þrjú ár, lét af störfum í vikunni af persónulegum ástæðum.  Í hans stað er sestur í bæjarstjórastólinn Gunnsteinn Ómarsson.   Fyrsti dagurinn hans í starfi var í gær, fimmtudaginn 16. maí og var hann töluvert annasamur þar sem hann hófst með bæjarráðsfundi um morgunninn og lauk með íbúafundi um kvöldið.

Um leið og Ólafi Erni er þakkað fyrir hans störf fyrir bæjarfélagið, bjóða starfsmenn, bæjarfulltrúar og íbúar Ölfuss Gunnstein velkominn til starfa.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?