Nýr klippubúnaður í Ölfus

Nýja settið verður staðsett í slökkvibílnum í Þorlákshöfn og eru slökkviliðsmenn þar þegar byrjaðir að æfa meðferð á tækjunum.

Nýr klippubúnaður í Ölfus

Brunavarnir Árnessýslu hafa fengið nýjan björgunarbúnað til að losa fólk úr bílum og fleiri aðgerða. Um er að ræða  Holmatro Core búnað af nýjustu gerð. Búnaðurinn samanstendur af klippum, glennara, tjakk, tveimur dælum, slöngum, sílsaklossa og kubbum. 

Tækin eru sérstaklega sterk og ætluð m.a. til að ráða við stór vinnutæki og þunga hluti.

Nýja settið verður staðsett í slökkvibílnum í Þorlákshöfn og eru slökkviliðsmenn þar þegar byrjaðir að æfa meðferð á tækjunum.

Með tilkomu þessara tækja eykst til muna öryggi íbúa og vegfarenda í Ölfussi og víðar.

T.d. er ekki síst verið að horfa til umferðaaukningar um Suðurstrandaveg

 

Klippurnar eru allra öflugasta klippugerðin sem klippir með 103,8 tonna afli og opnast í 202 mm. Vegur aðeins 19,6 kg.

 

Glennur opnast um 686mm með 21 tonna afli við brún en 25mm neðan við brún með 7,4 tonna afli. Lokunaraflið er 6,6 tonn. Vegur aðeins 18,1 kg.

 

Tjakkur, opnunarafl hans á fyrsta strokk er 22,1 Heildarlengdin á tjakk og strokkum er 1275mm. Vegur aðeins 17,4 kg.

 

Dælurnar tvær vega hvor um sig aðeins 14,2 kg. tilbúnar til notkunar. Þær eru tveggja þrepa 190 til 720 bar. 4 gengis vél 2,5 hestöfl. Hávaðamörk 83 dB (A) í 1s m. fjarlægð

 

A kubbasett og  silsaklossi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?