Í dag, 18. ágúst 2025, var undirritaður samningur við Jón Orra Edwald Magnússon matreiðslumann um rekstur eldhúss sveitarfélagsins Ölfuss. Samningurinn tryggir að leik- og grunnskólanemendur, starfsfólk og eldri borgarar í sveitarfélaginu fái áfram hollan, næringarríkan og vandaðan mat alla daga.
Jón Orri er ungur heimamaður úr Þorlákshöfn sem býr að mikilli reynslu í matreiðslu og brennur fyrir því að skapa ljúffengar og hollar máltíðir. Hann tekur nú við rekstri eldhússins og framleiðslu á um 95.000 máltíðum á ári fyrir leikskólana Bergheima og Hraunheima, Grunnskólann í Þorlákshöfn og Lífsgæðasetrið að Egilsbraut 9 (Níuna).
Með undirritun þessa samnings er stigið mikilvægt skref í að tryggja gæði skólamáltíða og áframhaldandi góða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Markmiðið er sem fyrr að börnin okkar, starfsfólk og eldri borgarar fái næringarríkan, ferskan og bragðgóðan mat á hverjum degi.