Nýtt örnefnaskilti afhjúpað við Strandarkirkju

Örnefnakort af Selvoginum eftir Ómar Smára Ármannsson
Örnefnakort af Selvoginum eftir Ómar Smára Ármannsson

Nýtt örnefnaskilti afhjúpað við Strandarkirkju

Laugardaginn 16. júlí verður örnefnaskilti afhjúpað við Strandarkirkju. Um er að ræða skilti þar sem gefur að líta örnefnakort af Selvoginum sem Ómar Smári Ármannsson, lögreglumaður og áhugamaður um fornleifar hefur teiknað. Ómar Smári fékk dygga aðstoð heimamanna við gerð kortsins og ómetanleg hefur verið aðstoð þeirra Þórðar Sveinssonar, Þórarins Snorrasonar og Kristófers Bjarnasonar heitins. Strandarkirkja kostar gerð skiltisins, en það mun standa við bílastæði Strandarkirkju. Afhjúpunin verður kl. 14 á laugardeginum og erí kjölfarið boðið upp á leiðsögn um Selvoginn.
 
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?