Ölfus hafði betur í grannaslagnum á móti Hvergerðingum í Útsvarinu.

Fyrsta viðureign Ölfusinga í Útsvarinu fór fram í kvöld þegar þeir öttu kappi við Hvergerðinga.

Það voru þau Árný Leifsdóttir, Hannes Stefánsson og Magnþóra Kristjánsdóttir sem leiddu lið Ölfuss til sigurs í kvöld með 66 stigum á móti 50 stigum Hvergerðinga. 
Ölfusingar náðu góðri forystu í upphafi leiks en Hvergerðingar náðu góðum spretti um miðbik þáttar og komust tveimur stigum yfir. Það var svo í valflokkaspurningunum  sem Ölfusingar sigu aftur vel fram úr og héldu þeirri forystu til leiksloka.

Í liði Hveragerðis voru Hafþór Vilberg Björnsson, Sigurður Einar Hlíðar Jensen og Svava Þórðardóttir. Þökkum við þeim fyrir skemmtilega og spennandi viðureign.
 
Þá er það næst önnur umferð og verður tímasetning auglýst þegar nær dregur. Mikið væri nú gaman ef við myndum fjölmenna á þá viðureign kæru íbúar Ölfuss.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?