Ölfusingar stóðu sig vel í Útsvari.

Útsvar
Útsvar

Lið Ölfuss stóð sig afskaplega vel í sinni fyrstu keppni í Útsvari sem haldin var í sjónvarpssal föstudaginn 28. nóvember.

Lið Ölfuss stóð sig afskaplega vel í sinni fyrstu keppni í Útsvari sem haldin var í sjónvarpssal föstudaginn 28. nóvember.

Íbúar Ölfuss tilnefndu aðila í keppnisliðið og hafði menningarfulltrúi í kjölfarið samband við þá sem hlutu flestar tilnefningarnar.

Keppnisliðið skipuðu þau Hannes Stefánsson frá Vogi í Ölfusi, kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, Ingibjörg Hjörleifsdóttir, nemandi við Fjölbrautarskóla Suðurlands og Ásta Margrét Grétarsdóttir, bókari, en hún kom inn í stað Bjarna Más Valdimarssonar sem veiktist og treysti sér því ekki í sjónvarpssal.

Keppnin var á milli Ölfuss og Fljótdalshéraðs, en lið austanmanna hefur verið sigursælt í keppninni og stóð það uppi sem sigurvegarar eftir kvöldið. Keppnislið Ölfuss stóð sig þó mjög vel og var eitt af stigahæstu tapliðunum sem þýðir að liðið er komið áfram og munum við því sjá lið Ölfuss í úrslitum sem fram fara eftir áramót.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?