Opinn fundur - íbúafundur

Thorlakshofn
Thorlakshofn
Íbúafundur
Opinn íbúafundur verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss fimmtudaginn 16. maí kl. 17:30.  Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í tvær klukkustundir. 

Opinn fundur – íbúafundur

í Ráðhúsi Ölfuss fimmtudaginn 16. maí 2013.

  Vegna undankeppni Eurovision sama kvöld hefur dagskráin verið færð fram til 17:30. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði í um tvær klukkustundir.

Veitingar, súpa og brauð.

Dagskrá:


1.   Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt kynnir tillögur að endurbótum á Skrúðgarðinum og hugmyndir um bætta ásýnd við aðkomu að bænum, frá hringtorgi að ljósunum.

2.   Kynning á umhverfis-og garðyrkjuverkefnum sem eru á dagskrá í sumar, garðlönd, skógræktardagur o.fl. Einnig hugmyndir að uppgræðslu- og skógræktarátaki.

Veitingahlé

3.   Ef tími gefst til verður einnig kynning á deiliskipulagi fyrir Reykjadal í Ölfusi og kynning á umferðaöryggisáætlun fyrir Ölfus.

 

 

Fjölmennum og höfum áhrif á ákvarðanatöku í sveitarfélaginu!

Hugmyndakassi verður á staðnum.

 

Sveitarfélagið Ölfus, skipulags- og umhverfisdeild.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?