Opnað verður fyrir umsóknir um lóðaúthlutun á morgun 28. nóvember

Hægt er að skoða þær lóðir sem eru lausar til úthlutunar á kortasjá Ölfus https://www.map.is/olfus/#

Athugið að umsóknir sem berast eftir lok umsóknarfrests eru ekki gildar. Umsóknarfrestur er til klukkan 11:00 (fyrir hádegi), sunnudaginn 7. desember. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum íbúagátt Ölfus.

Hverjum aðila er heimilt að sækja um eina lóð og aðra lóð til vara. Hjón og sambúðarfólk teljast sem einn aðili. Einstaklingar hafa forgang í einbýlishúsalóðir. Lögaðilar hafa forgang um raðhúsalóðir með 4 eða fleiri íbúðum. Lögaðilar eða einstaklingar sem tengjast í gegnum eignarhald teljast einn aðili.

Í lóðaúthlutunarreglum sveitarfélagsins er kveðið nánar á um fyrirkomulag og reglur lóðaúthlutana. Reglurnar má finna hér.

 

Leiðbeiningar um hvernig skuli sækja um lóð

Þegar opnað hefur verið fyrir umsóknir munu lóðirnar birtast á kortasjánni, eftir að hakað hefur verið í boxið Lausar lóðir í stikunni hægra megin.

Hægt er að smella á tiltekna lóð og þá opnast nýr gluggi. Þar er hægt að sjá ítarlegri upplýsingar um lóðina eins og nákvæma stærð, fjárhæð gatnagerðargjalda og þar er hægt að sækja lóðarblað.

Sótt er um lóðir í gegnum íbúagátt Ölfus https://olfus.ibuagatt.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f

Í íbúagáttinni má finna umsóknarformið undir lið 6 Tæknisvið – heimæðar, lóðir, sorptunnur o.fl.

Þegar umsóknarformið er opnað þarf umsækjandi sjálfur að tilgreina þá lóð sem sótt er um. Þar skal setja inn heiti götu og húsnúmer eins og sýnt er í dæminu hér fyrir ofan.

Miklu máli skiptir að vanda vel til þar sem villa í umsókn getur leitt til þess að umsóknin sé ógild.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?