Opnun Heilsustígs

Heilsustígur í Þorlákshöfn
Mánudaginn  29 september  kl. 17:00 verður formleg opnun á Heilsustíg í Þorlákshöfn

Mánudaginn  29 september  kl. 17:00 verður formleg opnun á Heilsustíg í Þorlákshöfn. Sveitarfélagið Ölfus hefur haft frumkvæði að gerð heilsustígsins í samvinnu við Hermann Georg Gunnlaugsson hjá Heilsustígum ehf.

Heilsustígurinn er hugsaður til að bæta lýðheilsu almennings og aðgengi ferðamanna að spennandi útivistarmöguleikum með uppsetningu þrek- og æfingastöðva. Með tilkomu heilsustígsins sjáum við nýja möguleika til líkamsræktar. Upphaf og lok göngustígsins er við Íþróttamiðstöðina og er hann 3,4 km að lengd.  Alls eru 15 æfingastöðvar meðfram stígnum og hver æfingastöð samanstendur af æfingum sem reyna á mismunandi vöðvahópa.  Æfingarnar skiptast í þol, styrk og liðleika. Upplýsingarskilti um framkvæmd æfinga eru við hverja æfingastöð.

 

Formleg opnun fer fram við upphaf stígsins við Íþróttamiðstöðina  og eru allir velkomnir. Allir sem vilja er síðan boðið að ganga hringinn með leiðsögn þar sem stoppað verður við hverja stöð og útskýrt lauslega hvað æfingar er hægt  að gera á hverri stöð fyrir sig.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?