Opnun sýningar í bókasafninu 6.febrúar 2020

Í dag, fimmtudaginn 6.febrúar koma góðir gestir á Bæjarbókasafnið. Börn og starfsfólk frá Leikskólanum Bergheimum munu þá  opna sýningu í Galleríinu undir stiganum og hver veit nema þau taki lagið fyrir gesti. Þetta er vel við hæfi þar sem í dag er einmitt dagur leikskólans.


Opnunin hefst kl. 15:00 og er öllum opin. Boðið verður upp á djúsglas og kaffibolla.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?