Opnun sýningar í Galleríinu undir stiganum 5.des.kl.17:00

Í dag, fimmtudaginn 5.desember kl.17:00 verður opnuð sýningin ,,Jólin hennar Höllu" í Galleríinu undir stiganum í Bæjarbókasafni Ölfuss.

Það er Halla Kjartansdóttir sem býður okkur að skyggnast inn í jólahald eins og hún man það á sjötta áratug síðustu aldar.
Sýningin opnar kl. 17:00 og er opin á opnunartíma bókasafnsins út desember. Bókasafnið býður upp á kaffi og piparkökur.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?