Orðsporið til Sveitarfélagsins Ölfuss

Fra ordsporinu_5269
Fra ordsporinu_5269

Sveitarfélögin Ölfus og Kópavogsbær fengu afhentar viðurkenningar af þessu tilefni í dag við hátíðlega athöfn í Björnslundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti klukkan 13.  Það var ráðherra menntamála, Illugi Gunnarsson, sem afhenti forsvarsmönnum sveitarfélaganna viðurkenninguna.

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert en í ár er hann haldinn hátíðlegur í áttunda sinn.  Síðastliðin þrjú ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt á Degi leikskólans og er það valnefnd sem skipuð er fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla sem vinnur úr tilnefningum og ákveður hver Orðsporið hlýtur.

 

Orðsporið hefur verið veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna.  Orðsporið í ár er veitt sveitarfélögum sem þótt hafa skarað fram úr við að hækka menntunarstig leikskóla og/eða fjölga leikskólakennurum í sínum leikskóla eða leikskólum.  Sveitarfélögin Ölfus og Kópavogsbær fengu afhentar viðurkenningar af þessu tilefni í dag við hátíðlega athöfn í Björnslundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti klukkan 13.  Það var ráðherra menntamála, Illugi Gunnarsson, sem afhenti forsvarsmönnum sveitarfélaganna viðurkenninguna.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?