Öryggi barna í bílum

Upplýsingar frá Samgöngustofu um öryggisatriði í umferðinni.

Ökumaður og farþegar í bíl eiga að vera með öryggisbeltin spennt. Það mega ekki vera fleiri í bílnum en hann er skráður fyrir og allir eiga að nota viðeigandi öryggisbúnað. Barn undir 135 cm verður að vera í viðurkenndum öryggisbúnaði sem hæfir hæð þess og þyngd. Í ökutækjum má einungis nota öryggis- og verndarbúnað fyrir börn sem uppfyllir kröfur samkvæmt reglum ECE nr. 44.04 eða 44.03. Sekta má ökumann sem ekki sér til þess að börn undir 15 ára aldri noti viðeigandi öryggisbúnað.

 

Hér má finna fræðslumyndbönd og bæklinga sem eru til á nokkrum tungumálum og fjalla um öryggi barna í bíl.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?