Óskað er eftir dagforeldri í Ölfusi

Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir starfsmanni/-mönnum til að sinna daggæslu barna í heimahúsi. Mikilvægt er að umsækjandi hafi reynslu af börnum og sæki námskeið til að fá tilheyrandi réttindi sbr. reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu í heimahúsum frá maí 2002.

Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar, en fjölskyldu- og fræðslusvið hefur umsjón og innra eftirlit með starfsemi þeirra.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir dagforeldrum veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og hefur eftirlit með gæðum þjónustunnar sem dagforeldrar veita. Dagforeldrar eru með eigin gjaldskrá og greiðir Sveitarfélagið Ölfus niður daggæslu skv. ákveðnum reglum.

Dagforeldrum stendur einnig til boða að fá upphafsgreiðslu kr. 300.000 til að koma á móts við grunnkostnað samkvæmt skilmálum þar um.


Nánari upplýsingar hjá:
Jóhanna M. Hjartardóttir sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs, jmh@olfus.is Eyrún Hafþórsdóttir deildarstjóri velferðarþjónustu, eyrun@olfus.is í síma 480 3800.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?