Plokkum saman í Ölfusi

Stóri plokkdagurinn 2024 verður haldinn sunnudaginn 28. apríl næstkomandi.

Sveitarfélagið Ölfus hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Ölfusi til virkrar þátttöku í deginum.

Það er tilvalið að taka hressilega til hendinni í sínu næsta nágrenni.

Margar hendur vinna létt verk !

Það má einnig horfa á 28. apríl sem upphafsdag á reglulegu plokki í allt sumar.

Við plokkum því að.........

  • við viljum búa í fallegu umhverfi
  • við viljum vera góðar fyrirmyndir
  • við viljum hvetja til samvinnu með nágrönnum

Gleðilega plokkdaga 😊

Gámur verður á malarplaninu við Íþróttahúsið. 

Sjá nánar á plokk.is 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?