Ráðherra, rithöfundar og verkefnastjórar á málþingi í Þorlákshöfn

Sögustund á bókasafninu 2006
Sögustund á bókasafninu 2006
Bókabæirnir austanfjalls efna til málþings um barnabækur og lestur

Bókabæirnir austanfjalls vilja auka hróður barnabókarinnar og vekja athygli á mikilvægi hennar í eflingu læsis. Því standa þeir fyrir málþingi undir yfirskriftinni: „Af hverju þarf ég að lesa?“.

Bókasafnið í Þorlákshöfn er stofnfélagi í Bókabæjunum austanfjalls, sem staðið hafa fyrir margvíslegum verkefnum það sem af er árinu.  Í tengslum við barnabókaverkefni sem hófst með hátíð á Selfossi, er nú efnt til málþings um mikilvægi barnabókarinnar, m.a. við að efla læsi.  Yfirskrift málþingsins er „Af hverju þarf ég að lesa?“ og er inntak þess sem fyrr segir barnabókmenntir og læsi og hlutverk barnabókarinnar í eflingu læsis. Spurningunum „af hverju erum við að þessu?“ og „af hverju þurfa börn að lesa?“ verður svarað á ólíkan hátt af mismunandi aðilum.

Haldið fimmtudaginn 12. nóvember 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Ókeypis er á málþingið og Veitingahúsið Meitillinn verður með súpu til sölu í hléinu sem kostar 1200 krónur. 

 

Dagskrá málþings:

Ólína Þorleifsdóttir kennsluráðgjafi skólaþjónustu Árnesþings stjórnar málþingi.

17:30 – Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra setur málþingið.

17:45 - Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur: "Skipta barnabækur máli?"

18:00 - Gerður Kristný rithöfundur og ljóðskáld: „Bækur breyta heiminum“.

18:20  - Hlé

18:50 - Lára Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO

 „Komdu með á hugarflug“.

19:10  - Andri Snær Magnason rithöfundur.

19: 30 - Spurningar úr sal.

20:00 - Dagskrárlok

Bókabæirnir austanfjalls vilja auka hróður barnabókarinnar og vekja athygli á mikilvægi barnabóka í eflingu læsis. Því munu þeir standa fyrir málþinginu „Af hverju þarf ég að lesa?“ sem er sjálfstætt framhald Barnabókahátíðar Bókabæjanna austanfjalls sem haldin var í í Bókabæjunum austanfjalls 18. og 19. september 2015. Inntak málþings er barnabókmenntir og læsi - hlutverk barnabókarinnar í eflingu læsis. Spurningunum „af hverju erum við að þessu?“ og „af hverju þurfa börn að lesa?“ verður svarað frá hinum ýmsu sjónarhornum. Málþingið er styrkt af Menningarráði Suðurlands


X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?