Rafíþróttadeildin fékk gull verðlaun

Rafíþróttadeild Þórs tók þátt í haustmóti NÚ í Valorant og sigruðu með glæsibrag. Leikmenn Þórs eru
Guðgeir Þór, Guðmundur Kristján , Viktor Freyr og Þorvaldur Daði sem eru allir í 9. bekk í GÞ. Þeir hafa æft
með rafíþróttadeildinni frá byrjun.

Þjálfari þeirra er Daníel Máni og hóf hann að þjálfa hópinn í Valorant núna í haust og er gaman að sjá hvað þjálfunin hefur skilað flottum árangri hjá strákunum. 

Strákarnir eru mjög spenntir yfir framhaldinu í rafíþróttadeildinni og vilja takast á við fleiri og stærri keppnir.

Við hlökkum til að fylgjast með þessum flottu krökkum í vetur.

Fyrir hönd rafíþróttadeildar:
Þuríður Sigurrós
Oskar Rybinski

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?