Rafræn íbúakosning fer fram í Sveitarfélaginu Ölfusi 17. – 26. mars 2015 

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss
Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög.

Rafræn íbúakosning mun fara fram í Sveitarfélaginu Ölfusi dagana 17. – 26. mars n.k.  Kannaður verður vilji íbúa til sameiningar sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög en þessu til viðbótar verður spurt um fleiri samfélagsleg atriði.  Þá hefur verið ákveðið og samþykkt af innanríkisráðuneytinu að kosningaaldur í þessari kosningu verði færður niður í 16 ár.  Niðurstöður munu verða ráðgefandi fyrir bæjarstjórn við frekari umfjöllun um efnisatriðin.

 

Formaður kjörstjórnar.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?