Rekstur tjaldsvæðis Sveitarfélagsins Ölfuss í Þorlákshöfn

Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn
Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir eftir samstarfsaðila um rekstur á tjaldsvæði sveitarfélagsins í Þorlákshöfn.  Um er að ræða fullbúið svæði og tilheyrandi mannvirki.

Samstarfsaðili skal sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda, upplýsingagjöf og þjónustu við ferðamenn, auglýsingar fyrir svæðið og annað tilheyrandi.  Samstarfsaðili hafi síðan tekjur af svæðinu en beri jafnframt kostnað af daglegum rekstri.  Til kostnaðar telst m.a. þrif á svæðinu og mannvirkjum, sláttur og eftirlit.

Hugmynd sveitarfélagsins er að leigutaki hafi möguleika á að greiða leiguverðið að hluta með endurbótum á svæðinu, þátttöku í uppbyggingu þess sem hluta af ferðaþjónustu, viðhaldi mannvirkja og ýmislegt fl.

Árlegur opnunartími tjaldsvæðisins skal vera a.m.k. frá 1. maí til 30 september. 

Sveitarfélagið er þó áhugasamt um að lengja opnunartíma svo mikið sem mögulegt er.

Stefnt er að því að samstarfsaðili taki við svæðinu vorið 2020.

Við val á samstarfsaðila verður ma. horft til:

  • Jákvæðni og vilja til að taka þátt í að byggja upp áhugaverðan kost fyrir gesti.
  • Skýrri framtíðarsýn hvað rekstur tjaldsvæðisins varðar.
  • Hagkvæmni sveitarfélagsins af samningi.
  • Reynslu af ferðaþjónustu.
  • Reynslu af rekstri.
  • Reglusemi og samviskusemi

Gert er skilyrði um að viðkomandi sé í skilum með opinber gjöld.

Allar nánari upplýsingar veitir Sandra Dís Hafþórsdóttir netfang sandradis@olfus.is og í síma 480 3800 til 10. febrúar.

Bæjarstjóri

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?