Römpum upp Ísland í Þorlákshöfn

Starfsmenn Römpum upp Ísland voru í Þorlákshöfn í byrjun vikunnar og lögðu tvo rampa við verslunarhúsnæðið að Selvogsbraut 41.

Verkið er hluti af átakinu Römpum upp Ísland, en stefnt er að því að settir verði upp 1.500 rampar víðs vegar um land til þess að bæta aðgengi allra að fjölbreyttri þjónustu.

Starfsmönnum verkefnisins eru færðar þakkir fyrir vel unnið verk og rekstraraðilum í húsinu hamingjuóskir með bætt aðgengi á staðnum.

Starfsmenn Römpum upp Ísland ásamt Erlu Sif Markúsardóttur fulltrúa bæjarstjórnar og Davíð Halldórssyni umhverfisstjóra Ölfuss.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?