Sæunn Sæmundsdóttur fékk Bláháf á línuna

blahafurIII
blahafurIII
Tveir "mannætuhákarlar" veiðast á síðustu þremur dögum

Tveir "mannætuhákarlar" veiðast á þremur dögum

Tveir bláháfar hafa veiðst á línuna á síðustu þremur dögum á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR-60 en þeir fengust út á Banka.

Bláháfurinn er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi t.d. í fæðuleit.  Vaxtalag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt.  Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísindamenn metið sundhraða hans á stuttum sprettum allt að 35 km. á klukkustund.  Sumir halda því reyndar fram að bláháfurinn geti náð mun meiri hraða eða rúmlega 90 km/klst. á mjög stuttum kafla.  Slíkt hefur þó ekki verið sannað.

Bláháfurinn er stór hákarl og getur orðið allt að 380 cm. á lengd og rúmlega 200 kg. Að þyngd.  Hann vex óvenju hratt, mun hraðar en aðrir stórir hákarlar fyrstu fjögur árin.  Elsti bláháfurinn sem veiðst hefur var rúmlega 20 ára gamall samkvæmt talningum á “árhringjum” í hryggjarliðum en slíkir hringir myndast líkt og í trjám við samfelldan en breytilegan vöxt yfir heilt ár.

Helsta fæða bláháfsins eru smokkfiskar og aðrir höfuðfætlingar en hann étur einnig ýmsa fiska sem finnast í uppsjónum og gerir auk þess tækifærisárásir á dýr sem hann kemst í tæri við og eru menn þar ekki undanskildir.  Bláháfurinn er samkvæmt þeim gagnaskrám sem halda utan um hákarlaárásir meðal tíu hættulegustu hákarla í heiminum í dag.  Samkvæmt upplýsingum frá ISAF,  International Shark Attack File eru 38 árásir bláháfa á menn staðfestar, þar af 4 banvænar.

Sennilega er bláháfurinn útbreiddastur allra stórra hákarla í heimshöfunum í dag.  Útbreiðsla hans á heimsvísu er bundin við hlýsjó en hann finnst einnig í heit- og kaldtempruðum sjó.  Hann virðist kunna best við sig í sjó sem er á bilinu 7 til 16°.  Hans hefur orðið vart allt norður til Noregs og suður til Chile.

Bláháfar virðast sýna einhvers konar farhneigð. Rannsóknir á stofnum sem halda til í hlýsjónum við Karíbahafseyjar á veturna, sýna að þeir fylgja gjarnan hlýjum Golfstraumnum norður á vorin, meðfram ströndum Bandaríkjanna og austur til Evrópu. En einnig er til í dæminu að þeir syndi suðureftir Atlantshafinu, allt til stranda Afríku. Þeir halda síðan til baka seint á haustin.Bláháfar mynda oft stóra hópa. Þessir hópar samanstanda einungis af dýrum af öðru kyninu. Sjávarlíffræðingar vita ekki skýringuna á því.Fyrir utan manninn á bláháfurinn enga sérstaka óvini en yngri dýr lenda vissulega í kjaftinum á stærri ránfiskum og hvölum. Hins vegar er afrán mannsins á bláháfnum gríðarlegt á heimsvísu. Hann er veiddur beint auk þess sem mikill fjöldi bláháfa kemur sem meðafli við aðrar fiskveiðar víða um heim, aðallega túnfisk- og sverðfiskveiðar. Vísindamenn áætla að á bilinu 10 til 20 milljónir bláháfa séu drepnir með þessum hætti árlega.

Víða í Asíu er bláháfurinn eftirsóknarverður fiskur, uggarnir eru notaðir í hákarlauggasúpu, lifrin í olíu en kjötsins er einnig neytt og það unnið með ýmsum hætti svo sem þurrkað, saltað, reykt eða steikt. Þrátt fyrir þessa miklu veiði er heimsstofn bláháfsins ekki talinn í hættu, þó sjáanleg fækkun hafi orðið á staðbundnum stofnum.

Til eru margar frásagnir úr síðari Heimstyrjöldinni að bláháfar hafi þyrpst að sökkvandi skipum og étið skipsmenn.


Heimildir:  Vísindavefurinn 

Ljósmyndir:  Þorvaldur Garðarsson

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?