Safnahelgi hefst með opnunarhátíð í Þorlákshöfn

Safnahelgi á Suðurlandi 2009
Safnahelgi á Suðurlandi 2009

Fyrstu helgina í nóvember stendur sunnlendingum og gestum þeirra margt til boða á svæðinu frá Selvogi í vestri til Hornafjarðar í austri, upp til sveita, niður að sjó og í Vestmannaeyjum en þá verður í sjöunda skipti efnt til Safnahelgar á Suðurlandi

Fyrstu helgina í nóvember stendur sunnlendingum og gestum þeirra margt til boða á svæðinu frá Selvogi í vestri til Hornafjarðar í austri, upp til sveita, niður að sjó og í Vestmannaeyjum en þá verður í sjöunda skipti efnt til Safnahelgar á Suðurlandi. Ýmislegt forvitnilegt verður í gangi í hinum fjölbreyttu söfnum (bókasöfn, listasöfn, minjasöfn og skjalasöfn), setrum og á sýningum. Það eru Samtök safna á Suðurlandi sem standa fyrir viðburðinum en hvatinn að stofnun þeirra var löngun til þess að efla og styrkja safnastarf á Suðurlandi, gera það sýnilegt, setja í samhengi og efna til víðtæks samstarfs.

Safnið mitt og safnið þitt

Með málþinginu Safnið mitt – safnið þitt á opnunarhátíð safnahelgarinnar verður leitast við að draga fram hversu fjölbreytt starfsemi safna getur verið en söfnin og sýningar þeirra mætti nýta mun meira bæði í fræðslustarfi og sem spennandi valkost þegar kemur að því að velja afþreyingu hjá upptekinni þjóð, þar sem tíminn er eitt það dýrmætasta sem hver á. Safnaheimsókn býður upp á óformlegan námsvettvang þar sem safngesturinn ræður för og með því að ganga inn í heim sýninga gefst tækifæri til þess að spyrja sig spurninga og finna svör en skynjunin er einstaklingsbundin og fjölþætt.

Opnunarhátíðin verður fimmtudaginn 30. október í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn og á stutta málþinginu munu þau Sigurjón Baldur Hafsteinsson dósent í safnafræði við Háskóla Íslands, Þorsteinn Hjartarson fræðslufulltrúi Árborgar og Alma Dís Kristinsdóttir safnafræðingur flytja erindi um safna- og samfélagsmál. Einnig verða í hraðfréttastíl kynnt áhugaverð verkefni í barna- og fræðslustarfi nokkurra safna.

Allir eru velkomnir á opnunarhátíðina sem hefst klukkan 16:00. Í boði verða spennandi erindi, léttar veitingar og tónlistarflutningur. Í kjölfarið verða viðburðir um allt Suðurland fram til sunnudagsins 2. nóvember. Hægt verður að skoða dagskrána á http://sudurland.is/.is eða fá upplýsingar í næsta safni eða setri.

Samtök safna á Suðurlandi vona að sem flestir njóti þess sem er í boði.

Meðfylgjandi mynd var tekin um Safnahelgi í Þorlákshöfn árið 2010.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?