Saga Þorlákshafnar til sölu í Þorlákshöfn og víðar

Saga Þorlákshafnar
Saga Þorlákshafnar

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að fyrir jólin kom út bók um Sögu Þorlákshafnar sem spannar tímabilið 1930-1990. Bókin er til sölu á ýmsum stöðum og einnig er hægt að panta hana í gegnum netið.

Saga Þorlákshafnar kom út árið 2015 og spannar tímabilið 1930-1990. Bókin er skrifuð af Birni Pálssyni, fyrrum héraðsskjalaverði Árnessýslu..

Tímabilið sem fjallað er um, er spennandi tími í sögu Þorlákshafnar, þar sem ungt og athafnasamt fólk ákveður að koma, byggja hús og flytja með fjölskyldur sínar. Smám saman verður til þorp sem býr að athafnagleði, virku félagslífi, framtakssemi og samtakamætti þeirra sem hingað fluttu.

Á bakhlið bókarinnar skrifar handritshöfundur „hér er brugðið upp myndum af framkvæmdum í Þorlákshöfn, fyrirtækjum, félögum og lífsháttum íbúa. Hundruð ljósmynda og teikninga hjálpa lesanda að rata þær söguslóðir. Skráðir íbúar árið 1950 voru fjórir, 523 árið 1970 og 1218 við sögulok árið 1990. Nefnd eru öll íbúarhús byggð á 20 árum frá 1951, íbúa getið og hvaðan þeir komu. Fjölskyldumyndir eru af nær öllum þeim sem þar höfðu tekið sér búsetu fyrir árið 1971 og teljast því frumbyggjar Þorlákshafnar.“

Hægt er að panta bókina og fá senda með því að senda póst á netfangið katrin@olfus.is

Bókin er til sölu á Bæjarbókasafni Ölfuss og kostar þar kr. 7.500 kr. Einnig er bókin til sölu í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi og í verslun Pennans, Eymundssonar í Austurstræti í Reykjavík.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?