Sameinast um velferðarþjónustu

Undirskrift-Sveitarf.-2.5.2011-008
Undirskrift-Sveitarf.-2.5.2011-008
Undirritun samstarfssamnings
Samstarfssamningur um sameiginlega félagsþjónustu í Hveragerði, Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi var undirritaður af fulltrúum sveitarfélaganna á Flúðum þann 2. maí 2011. 

 

Sameinast um velferðarþjónustu

 

Samstarfssamningur um sameiginlega félagsþjónustu í Hveragerði, Ölfusi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi var undirritaður af fulltrúum sveitarfélaganna á Flúðum þann 2. maí 2011.  Við sama tilefni var undirritað erindisbréf fyrir sameiginlega velferðarnefnd þessara sveitarfélaga.  Með þessari undirritun er sameiginleg yfirstjórn velferðarmála þessara sveitarfélaga  staðreynd. 

 

Tilgangur samstarfsins er að efla samstarf milli sveitarfélaganna á svæðinu á sviði félagsþjónustu með það að markmiði að minnka faglega einangrun starfsmanna auk þess sem skapað verður teymi starfsmanna sem samstíga vinnur að því að efla og bæta þjónustu við íbúa í þessum sveitarfélögum.

 

Nýtt fyrirkomulag tekur gildi þann 1. ágúst næstkomandi.  Þá mun sameiginleg velferðarnefnd og sameiginlegur félagsmálastjóri taka til starfa en starfssvæðin verða áfram þrjú, Ölfus, Hveragerði, Uppsveitir Árnessýslu og Flóahrepps (Uppsveitir og Flói). Á hverju svæði verða félagsráðgjafar að störfum en nýr félagsmálastjóri mun hafa yfirumsjón með starfinu á svæðunum. 

 

Núverandi félagsmálastjórum hefur verið sagt upp störfum og ítrekuðu fulltrúar sveitarfélaganna þakkir sínar til þeirra þriggja fyrir vel unnin störf.

 

Sameiginleg velferðarnefnd þessara sveitarfélaga mun verða skipuð fljótlega, auk þess sem ný staða félagsmálastjóra í sameiginlegri félagsþjónustu verður auglýst laus til umsóknar á næstu dögum.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?