SamEvrópska HREYFIVIKAN ”MOVE WEEK”

Opnun heilsustígs 2014
Opnun heilsustígs 2014
Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 23.maí – 29.maí 2016. Hreyfivikan ”MOVE WEEK” er hluti af  “The NowWeMove 2012-2020 ” herferð International Sport and Culture Association (ISCA)  sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Hreyfivikan "MOVE WEEK" fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 23.maí – 29.maí 2016. Hreyfivikan ”MOVE WEEK” er hluti af  “The NowWeMove 2012-2020 ” herferð International Sport and Culture Association (ISCA)  sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Framtíðarsýn herferðarinnar er “að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020” ”að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því”. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grastrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Sambandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni ”MOVE WEEK” í haust og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á www.umfi.is

Við hvetjum alla sem taka þátt í vikunni að merkja myndir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #minhreyfing og #umfi

 

Dagskrá í Þorlákshöfn

Mánudagur 23. maí

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

 Kl. 06:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

Kl. 18:00. Hardcore - æfing í ræktinni hjá Baldri og Steinari.

Kl. 17:30. Skokkópur, lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni.

Kl. 19:00. Fuglaskoðunarferð - friðland við Eyrarbakka í boði

                  Ferðamálafélags  Ölfuss. Lagt af stað frá Meitlinum.

            

Þriðjudagur 24. maí.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

 Kl. 16:15. Jóga hjá Sóley í Jógahorninu. (við hliðina á Olís)

Kl. 17:00. Hardcore æfing í ræktinni hjá Baldri og Steinari.

Kl. 19:00. Fimleikaæfing fyrir fullorðinna í boði fimleikadeildar Umf. Þórs.

      

Miðvikudagur 25. maí.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

 Kl. 06:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

Kl. 17:30. Skokkópur, lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni.

Frítt í brautir Vélhjóladeildar Umf. Þórs.

Félagsmenn verða á svæðinu frá kl. 18:00 til 21:00 til að gefa þeim sem vilja leiðbeiningar og góð ráð.

Minnum á myllumerkin #minhreyfing og #umfi

 

Fimmtudagur 26. maí.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

Kl. 16:15. Jóga hjá Sóley í Jógahorninu. (við hliðina á Olís)

Kl. 17:00. Hardcore æfing í ræktinni hjá Baldri og Steinari.

 

Föstudagur 27. maí.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

Kl. 06:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

Kl. 12:00. Jóga hjá Sóley í Jógahorninu. (við hliðina á Olís)

Frítt í sund í tilefni af hreyfivikunni

 

Laugardagur 28. maí

10:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

11:00. Lyftingar og vaxtamótun í ræktinni hjá Sibbu og Edda.

 

Sunnudagur 29. maí

Kl. 12:00. Badmintondeild Umf. Þórs býður öllum í badminton.

Frítt í ræktina í tilefni af hreyfivikunni.

 

Sundkeppni

Í tiefni af Hreyfiviku UMFÍ verður sundkeppni á milli sveitarfélaga. Keppnin fer fram dagana 23. - 29. maí, báðir dagar meðtaldir.

Þátttakendur skrá sig á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlaugar hversu marga metra er synt á hverjum degi.

 

Minnum á myllumerkin #minhreyfing og #umfi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?