Samningur við Smyril Line um aðstöðu í Þorlákshöfn

Í dag fimmtudaginn 24. maí 2018 var undirritaður samningur til 6 ára milli Smyril Line, Þorlákshafnar og Sveitarfélagsins Ölfuss um hafnaraðstöðu fyrir Smyril Line í Þorlákshöfn vegna vöruflutningastarfsemi.  Linda B. Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, Hjörtur B. Jónsson hafnarstjóri Þorlákshafnar og Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss undirrituðu samninginn.

Rúmt ár er síðan Mykines, vöruflutningaferja Smyril Line Cargo, hóf að sigla milli Rotterdam og Þorlákshafnar og hefur þetta verkefni haft verulega jákvæð áhrif á samfélagið í Ölfusi á þessu fyrsta ári starfseminnar.  Þessi nýi samningur á án efa eftir að efla verkefnið enn frekar samfélaginu og öllum samningsaðilum til heilla.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?