Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 29. nóvember síðastliðinn að veita skipulags- og byggingarfulltrúa umboð til þess að undirrita lóðarleigusamninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram og samþykkt samhljóða:
"Bæjarstjórn Ölfuss veitir fullt og ótakmarkað umboð til skipulags- og byggingarfulltrúa til þess fyrir hönd Sveitarfélagsins Ölfuss að undirrita lóðaleigusamninga fyrir lóðir innan jarðarinnar Þorlákshöfn svo og öll önnur nauðsynleg skjöl s.s. lóðarblöð er fylgja lóðaraleigusamningum".

Hér má sjá umboðið í heild sinni.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?