Seríur festar á jólatréð

Ljósin hengd á jólatré á ráðhústorgi
Ljósin hengd á jólatré á ráðhústorgi

Snjórinn lýsir upp skammdegið og gefur réttu stemninguna fyrir helgina framundan, enda voru bæjarstarfsmenn kátir þegar tekin var mynd af þeim að setja seríu á stórglæsilegt ráðhústréð.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar vinna nú að því að festa ljósaseríur á glæsilegt jólatré á ráðhústorgi.

Það er viðeigandi að nýbúið sé að snjóa og hvít og falleg snjóföl þekkur allt. Á þennan hátt myndast rétta stemningin nú þegar stutt er í að ljósin verði tendruð, en það verður gert næstkomandi sunnudag kl. 18.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?