Sérlega vel heppnað Jólakvöldi í Þorlákshöfn

Aðventustund í Þorlákshöfn 2014
Aðventustund í Þorlákshöfn 2014

Í kvöld ætla fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir að taka höndum saman um að búa til skemmtilega jólastemningu í bænum.

Í gærkvöldi var efnt til aðventustundar við ráðhúsið í Þorlákshöfn þar sem lúðrasveit og kórar fluttu jólalög, jólasveinar kíktu í heimsókn og kveikt voru ljós á jólatré á ráðhústorgi.

Í kjölfarið var opið hús í öllum verslunum og hjá mörgum fyrirtækjum þar sem boðið var upp á tilboð, kynningar, smakk og kakó. Handverk og listmunir voru til sölu og á bókasafninu var fjöldi barna við föndurborðið.

Svo virðist sem íbúar og gestir hafi kunnað vel að meta þetta góða framtak og samstarf, því hvarvetna var fjölmenni og sérlega skemmtileg stemning ríkti í bænum.


X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?