Sérlega vel heppnaðir Hafnardagar

Dorgveiðikeppni um Hafnardaga 2015
Dorgveiðikeppni um Hafnardaga 2015

Það er mál manna að sérlega vel hafi tekist til með bæjarhátíðina okkar þetta árið. Helst ber það að þakka góðu veðri og aðkomu fjölda fólks að hátíðinni

Það er mál manna að sérlega vel hafi tekist til með bæjarhátíðina okkar þetta árið. Helst ber það að þakka góðu veðri og aðkomu fjölda fólks að hátíðinni. Mörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar styrktu hátíðina og veittu aðstoð með fjárframlagi, viðburðum, aðstöðu og fleiru. 

Undirbúningsnefndin þakkar öllum þeim fjölmörgu sem hjálpuðu til að gera hátíðina að stórum og vel heppnuðum viðburði sem við getum öll verið stolt af.

Það er sérlega ánægjulegt að vinna með ykkur og fyrir ykkur.

Undirbúningsnefndin


Hægt er að skoða myndir teknar um hátíðina á fésbókarsíðunni: Hafnardagar í Þorlákshöfn

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?