Sérlega vel heppnaðir tónleikar í Þorlákshöfn

Húni II
Húni II
Hátt í 2000 manns mættu á tónleika áhafnarinnar á Húna II í gærkvöldi

Hátt í 2000 manns mættu á tónleika áhafnarinnar á Húna II í gærkvöldi, en þeir voru haldnir á bryggjunni í Þorlákshöfn. Íbúar fjölmenntu á svæðið en einnig komu gestir víða að til að njóta tónlistar í stillu og úða á bryggjunni. Þarna fóru þau Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason á kostum og ekki hægt að merkja neina þreytu í áhöfninni eftir dagana á sjó. 

Einnig komu fram Tónar og Trix, tónlistarhópur eldri borgara í Ölfusi undir stjórn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur. Þau sungu með Mugison lagið "Stingum af" og gerðu það mjög vel. Það var mikil og góð stemning á bryggjunni og uppklappinu linnti ekki fyrr en tekið var aukalag.

Næsti áfangastaður áhafnarinnar er Keflavík en Ölfusingar og nærsveitungar þakka fyrir tónleikana. Einnig er öllum þeim þakkað sem komu að veglegum móttökum báts og áhafnar.

Myndir frá gærdeginum er hægt að skoða á fésbókarsíðunni:

 
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?