Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kíkti í heimsókn á bæjarskrifstofur Ölfuss

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom í heimsókn á bæjarskrifstofur Ölfuss í gærmorgun ásamt fylgdarliði. Þau kynntu sér helstu starfsemi sveitarfélagsins og þá helst framkvæmdirnar á hafnarsvæðinu. Þetta var mjög ánægjuleg heimsókn og þökkum við þeim fyrir innlitið.

Eftir heimsóknina fóru Gunnsteinn bæjarstjóri og Katrín markaðs- og menningarfulltrúi í heimsókn í nokkur fyrirtæki í Þorlákshöfn. Þau kynntu sér starfsemi fyrirtækjanna og spjölluðu við stjórnendur og starfsfólk. Þau stefna að fleiri heimsóknum á næstu misserum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?