SJÓMANNADAGURINN 03. júní.

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar í Þorlákshöfn.

Laugardagur 02. júní.

Black Beach Tours bjóða uppá stuttar Rib bátaferðir milli kl. 12:00 - 16:00. Hver ferð er um 15 mín. löng. 3000 kr á mann, 1000 kr. fyrir 6-12 ára. Enginn posi.

Bókaganga frá Ráðhúsinu, kl. 14:00.
Hinn sigursæli Útsvarskeppandi Hannes Stefánsson mun leiða gesti í skemmtilega bókagöngu um Þorlákshöfn þar sem ýmiss fróðleikur mun velta uppúr honum. Bókagöngur Bókabæjanna Austanfjalls hafa notið mikilla vinsælda.  
Fyrri bókagöngur hafa leitt ýmislegt í ljós varðandi bókmenningu og bókatengingar Bókabæjanna og hafa jafnvel fróðustu menn gripið andann á lofti. Víst er að enginn verður svikinn af leiðsögn Hannesar, enda er hann landsþekktur orðinn fyrir gáfur og skemmtilegheit. Fróðleikurinn ætti heldur ekki að fara framhjá neinum, því Bókabæirnir vígðu í síðustu göngu fyrirmyndar hátalarabúnað, sem hentar vel í ferðir af þessu tagi.
Við hvetjum fólk og ferfætlinga til að láta þetta ekki framhjá sér fara, nóg pláss fyrir alla, gönguhraði viðráðanlegur og klæðnaður eftir veðri.

Ball í Versölum, á vegum knattspyrnudeildar Ægis. Húsið opnar kl. 23:00, verð 3000 kr.

Sunnudagur 03. júní

Skemmtisigling klukkan 12:00-12:30, Jón á Hofi og Jóhanna munu sigla með mannskapinn.

Dagskrá niðri á bryggju frá 12:30-15:00
– Hoppukastalar, frá 12:00 - 15:00
– Andlitsmálun, frá 13:00 -15:00, 11 ára og yngri
– Kararóður (skráning á staðnum)
– Lyftarafimi (Skráning hjá Steini í síma 659-1392)
– Koddaslagur (Skráning á staðnum)
– Trampolínhopp (Skráning á staðnum)

,,Hummlu" sala á vegum körfuknattleiksdeildar Þórs, frá 11:30 - 16:00.
Ómótstæðilegar humar pylsur, eða humar í pylsubrauðum.

Við hvetjum alla til að mæta og skrá sig í þessar skemmtilegu þrautir og keppnir.  

Móttaka Sveitarfélagsins á listaverki eftir Erling Ævarr Jónsson, út við Hafnarnesvita, kl. 15.30. Allir velkomnir

Að dagskrá lokinni er upplagt að kíkja í kaffi hjá Mannbjörg og styrkja þeirra frábæra starf.

Kaffisala Mannbjargar verður í Ráðhúsi Ölfuss frá klukkan 15:00-17:00

Fullorðnir: 1500 kr.
Börn 12-17 ára: 1000 kr.
Börn 6-11 ára: 500 kr.
Börn 5 ára og yngri frítt.
Gos: 200 kr.

Til hamingju sjómenn með daginn ykkar :) 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?