Sjóstökk getur verið hættulegur leikur

Merki Ölfuss
Merki Ölfuss

Það er algjört frumskilyrði að fullorðnir séu viðstaddir þennan hættulega leik, til að grípa inní ef illa fer.  Foreldrar eru hvattir mjög alvarlega til að ræða við börn sín um þessi mál.

Sjóstökk eða stökk í höfnina hefur í gegnum tíðina verið vinsæl iðja hjá ungu fólki.  Í dag er mikið um að unglingar skori hver á annan á samfélagsmiðlum að stökkva í sjóinn en með því er verið að magna upp hættu á slysum.

Þegar fólk stekkur í sjóinn fylgir því töluverð hætta á krampa og er þá viðkomandi algerlega óhæfur til að bjarga sér sjálfur og snör hand- og sundtök þjálfaðra aðila þarf til að vel fari í slíkum tilfellum.  Þá er mjög varasamt að stökkva úr mikilli hæð en því hærra sem stokkið er þeim mun meiri hætta er á slysi.   Mikil hætta er á ofkælingu ef verið er lengur í sjónum en þrjár mínútur og því er ákaflega brýnt að aldrei sé farið frá hafnarkantinum, s.s. út á hafnargarðana, þar sem mun erfiðara getur verið að komast upp úr sjónum og sterkir straumar geta borið fólk frá landi. 

Það er algjört frumskilyrði að fullorðnir séu viðstaddir þennan hættulega leik, til að grípa inní ef illa fer.  Foreldrar eru hvattir mjög alvarlega til að ræða við börn sín um þessi mál.

 

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri
Hjörtur B. Jónsson, hafnarstjóri
Ásgeir Guðmundsson, formaður Björgunarsveitarinnar Mannbjargar

   

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?