Skemmtileg sýning og frumsamin leikrit

10 ára afmælissýning Leikfélags Ölfuss
10 ára afmælissýning Leikfélags Ölfuss
Í síðustu viku var opnuð 10 ára afmælssýning Leikfélags Ölfuss í Gallerí undir stiganum, sýningarrými bókasafnsins í Þorlákshöfn.

Í síðustu viku var opnuð 10 ára afmælssýning Leikfélags Ölfuss í Gallerí undir stiganum, sýningarrými bókasafnsins í Þorlákshöfn. Áður en leikfélagið var endurvakið hafði ekki verið starfrækt leikfélag í Ölfusi eða í Þorlákshöfn í u.þ.b. tíu ár.

Leikfélag Ölfuss hefur frá fyrstu tíð sett upp metnaðarfullar leiksýningar auk þess að taka þátt í fjölmörgum smærri verkefnum. Í ár verður engin breyting þar á, æfingar á verkinu Einn rjúkandi kaffibolli eftir Aðalstein Jóhannsson eru að hefjast en þess má geta að höfundur er félagi og stjórnarmeðlimur í Leikfélagi Ölfuss. F. Elli Hafliðason leikstýrir verkinu og munu sýningar hefjast í október.

Á sýningunni eru m.a. myndir, veggspjöld, leikskrár, búningar og leikmunir úr sýningum félagsins auk þess sem hægt er að hlusta á frumsamin leikrit í hljóðupptöku. Sýningin mun standa yfir til loka septembermánaðar og er opin á opnunartíma bókasafnsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?