Skemmtilegt í Þorlákshöfn og Grindavík um helgina

Opnun ferðamiðstöðvar
Opnun ferðamiðstöðvar

Ýmislegt verður gert af tilefni opnunar Suðurstrandarvegar um helgina.

Ýmislegt verður gert af tilefni opnunar Suðurstrandarvegar um helgina. Um 40 manns hefur skráð sig í skoðunarferð til Grindavíkur á morgun þar sem Ómar Smári mun segja sögur og fræða gesti á leiðinni.Enn eru nokkur pláss laus í ferðinni og eru þeir sem vilja komast með beðnir um að hringja í síma 8636390.  Í Grindavík verður vel tekið á móti gestum í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavikur.

Í Þorlákshöfn verður opin sýning og bókamarkaður á Bæjarbókasafni Ölfuss laugardag kl. 11:00-14:00 og á sunnudag kl. 15:30-17:00. Í Herjólfshúsinu við bryggjuna verður opið um helgina frá 11:00-18:00 og þar verður ýmislegt í boði og sannkölluð bryggjustemning á sunnudaginn eftir klukkan 14:00.

Grindvíkingar og Þorlákshafnarbúar hvetja gesti til að kíkja í heimsókn og aka Suðurstrandarveginn í sumar!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?