Skipulagslýsing fyrir athafnarsvæði í Þorlákshöfn

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti að auglýsa skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir umræður og afgreiðslu 1. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss þann. 21.11.2019 sl.

Skipulagslýsing var lögð fram í skipulagsnefnd skv. 1. mgr. 40. skipulagslaga nr. 123/2010. Hún snýr að iðnaðar og athafnarsvæði í Þorlákshöfn. Verkfræðistofan Efla vann lýsinguna fyrir sveitarfélagið vegna áforma um nýtt deiliskipulag fyrir athafnarsvæði í Þorlákshöfn við Unu- og Vesturbakka.

Skipulagssvæðið er 16 ha. að stærð og er staðsett í miðju þéttbýli Þorlákshafnar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði sem liggur vestan megin við Óseyrarbraut. Skipulagssvæðið er að stórum hluta þegar byggt og er starfsemin á svæðinu. Landnotkun skv. gildandi aðalskipulagi Ölfuss er athafna- og iðnaðarsvæði. Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir sem munu falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags, annað frá 26.11.09 en hitt 22.03.18.

Tækifæri eru innan svæðisins til að auka við byggingarheimildir á þegar byggðum lóðum ásamt því að skilgreina nýjar lóðir og með þeim hætti að nýta betur landsvæðið og þétta atvinnubygg. Óbyggði hlutinn er hálfgróið hraun þar sem einhver uppgræðsla hefur átt sér stað, m.a. með melgresi og lúpínu.

Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum nýs deiliskipulags og komandi skipulagsvinnu. Lýsing deiliskipulagsins verður send til umsagnaraðila. Athugasemdafrestur er frá 2. til 18. desember. Ábendingum má skila skriflega á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi.

Skipulagslýsing athafnarsvæðis

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?