Skipulagslýsing fyrir skíðasvæði í Bláfjöllum

Skíðabrekkur og ný lyfta í landi Ölfuss
Skíðabrekkur og ný lyfta í landi Ölfuss

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Á 107. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar Ölfuss þann 24.9.2019 sl. og á 271. fundi Bæjarstjórnar Ölfuss þann 26.9.2019 var auglýsingarferli samþykkt.

Lýsingin er vegna stækkunar á skíðasvæðis Bláfjalla til austurs þar sem brekkur, göngubraut og ný diskalyfta verður í landi Ölfuss. Skipulagssvæðið er um 100 ha og er suðaustan núverandi skíðasvæðis og í austurhlíðum Bláfjalla og niður í hluta Kerlingardals. Fyrirhuguð uppbygging innan sveitarfélagsins Ölfuss er ekki í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2022 þar sem svæðið er skilgreint sem óbyggð svæði auk þess að vera fjarsvæði vatnsverndar og undir hverfisvernd. Lýsingin er unnin af Landslagi, dagsett september 2019.

Skipulagslýsing þessi verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn frá og með 1. nóvember til 2. desember 2019. Uppdrættir eru einnig aðgengilegir á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, undir skipulag í kynningu.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til 2. desember 2019. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss að Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á skipulag@olfus.is, merkt „Bláfjöll“.

Skipulagslýsing Bláfjalla

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?