Skipulagslýsingar

Skipulagslýsing vegna breyting á aðal- og deiliskipulagi Norðurhrauns í Þorlákshöfn

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25.júní 2020 að auglýsa skipulagslýsingu og  tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi, skv. 30.grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Breyting aðalskipulags felst í því að íbúðum í reit Í-6 í Þorlákshöfn er fjölgað úr 51 í 75 og þéttleiki byggðar eykst úr 9,4 íb/HA í 13,8 íb/HA.

 Gögn vegna málsins má sjá hér: Norðurhraun - skipulagslýsing

Skipulagslýsing fyrir fjórar lóðir í landi Dimmustaða í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 280, þann 25. júní 2020 að auglýsa skipulagslýsingu í landi Dimmustaða í Ölfusi. skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.

Stefnt er að því að deiliskipuleggja landið Dimmustaði í Ölfusi sem er 2,5 ha. að stærð. Dimmustaðir eru stofnaðir úr landi Litla-Saurbæjar 1 (L171771).  Svæðið er sunnan Hveragerðis,  um 1 km austan við Þorlákshafnarveg (nr. 38). Lóðin er á skilgreindu landbúnaðarlandi, landið er flatt og grasi gróið. Engin mannvirki eru á landinu.

Gögn vegna málsins má sjá hér: Dimmustaðir - skipulagslýsing 

Skipulagslýsingarnar  verða til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 1. júlí til 31. júlí 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 31. júlí 2020.

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

Gunnlaugur Jónasson

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?