Skógræktarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss boðar til gróðursetningar

Skógræktarfélag Þorlákshafnar og Ölfuss boðar til gróðursetningar á svæði félagsins á Þorlákshafnarsandi neðan við Skýjaborgir miðvikudaginn 12. september næstkomandi kl 10.00. Ef einhverjir hafa tíma og áhuga á að koma og hjálpa til þá er það hjartanlega velkomið.

Það er svo gaman að taka þátt í skógræktarstarfi því árangurinn lætur sannarlega ekki á sér standa.

Stjórnin

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?