Skólafundur í Fjölbrautaskóla Suðurlands miðvikudaginn 1. október kl. 12:50

FSU
FSU
Skólafundur Fjölbrautarskóli Suðurlands
Nú gefst tækifæri til að hafa áhrif á framtíðarsýn skólans, hvernig megi efla hann og bæta. Okkur langar  að fá foreldra, íbúa, sveitastjórnarfólk og embættismenn sveitafélaganna sem að skólanum standa, fulltrúa atvinnulífsins og alla sem áhuga hafa á framtíð menntunar og skólans okkar á Suðurlandi á fundinn.

Fundur verður haldinn  í FSu miðvikudaginn 1. október nk.kl. 13:00 - 16:00.

Fyrirmynd að honum er Þjóðfundurinn sem haldinn var í Laugardalshöll árið 2010.

Við höfum leitað til ráðgjafa sem kom að þeim fundi varðandi uppbyggingu og skipulag með okkur.

Fundurinn verður í miðrými FSu og verða 20 níu manna umræðuborð, þar af einn borðstjóri, úr hópi starfsmanna skólans.

Nemendur eru mikilvæg og verða 3 á hverju borði og teljum við afar mikilvægt að þau verði að vera með í umræðunni.

Umræðan mun fyrst og frest snúa að framtíð skólans, og með hvaða hætti hann getur komið til móts við umhverfi sitt bæði hvað varðar námsframboð og áherslur.

Fyrir dyrum stendur gerð nýrrar námskrár og er hugsunin að nýta afrakstur þessa fundar í þá vinnu.

 

Fyrir stuttu kom frétt um fundinn í Dagskránni og þar kom eftirfarandi fram:

Nú gefst tækifæri til að hafa áhrif á framtíðarsýn skólans, hvernig megi efla hann og bæta. Okkur langar  að fá foreldra, íbúa, sveitastjórnarfólk og embættismenn sveitafélaganna sem að skólanum standa, fulltrúa atvinnulífsins og alla sem áhuga hafa á framtíð menntunar og skólans okkar á Suðurlandi á fundinn.

 

Við leitum hér með til fulltrúa sveitarfélagsins (geta verið fleiri en einn) til að aðstoða okkur við að þróa Fjölbrautaskóla Suðurlands áfram. Styrkja skólann í að skila betri nemendum út í samfélagið með kjarngóða og framsækna menntun í takti við fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi.

Með því að smella á hlekkinn hér að neðan skráir þú þig á fundinn.http://www2.fsu.is/index.php?view=article&id=2424&Itemid=50&option=com_content

Það er von mín að erindinu verði vel tekið og að íbúar, fulltrúar stofnana og  fyrirtækja fjölmenni á fundinn.

Kaffi og kleinur verða í boði á fundinum.X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?