Skólasetning Grunnskólans í Þorlákshöfn

Grunnskólinn í Þorlákshöfn var settur í gær, miðvikudaginn 22. ágúst. Það var Ólína Þorleifsdóttir, nýr skólastjóri skólans, sem hringdi inn nýtt skólaár. Gaman er að segja frá því að Ólína var nemandi grunnskólans og hóf nám við hann haustið 1979. 
230 nemendur eru skráðir í skólann og starfsmenn eru 55 talsins. Kennsla hófst í dag, fimmtudaginn 23. ágúst skv. stundaskrá. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?